Í sumar verður samstarf milli Akureyrar- og Glerárkirkju með helgihaldið í kirkjunum.
Það verða morgunmessur í Akureyrarkirkju og kvöldstundir ýmist í Lögmannshlíðarkirkju eða Glerárkirkju.
Verið velkomin til kirkju í sumar.
Sunnudagurinn 26. júní
Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Séra Stefanía Steinsdóttir þjónar, organisti er Valmar Väljaots.
Krossbandsmessa í Lögmannshlíðarkirkju kl. 20.00.
Séra Stefanía Steinsdóttir þjónar og Krossbandið sér um tónlistina.
Sunnudagurinn 3. júlí
Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Séra Magnús G. Gunnarsson þjónar, organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Gunnar Gunnarsson, Heiða Árnadóttir, Íva Þórarinsdóttir og Sjur Magnus flytja tónlist í messunni.
Kvöldmessa í Lögmannshlíðarkirkju kl. 20.00.
Séra Magnús G. Gunnarsson þjónar. Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti og Margrét Árnadóttir söngkona sjá um tónlistina.
Sunnudagurinn 10. júlí
Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Séra Stefanía Steinsdóttir þjónar, organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
Kaffihúsamessa í safnaðarheimili Glerárkirkju kl. 20.00.
Séra Stefanía Steinsdóttir þjónar og Krossbandið sér um tónlistina.
Ljúf stemning og kaffiveitingar á boðstólum.
Sunnudagurinn 17. júlí
Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Séra Guðmundur Guðmundsson þjónar, organisti er Petra Björk Pálsdóttir. Helena Guðlaug Bjarnadóttir syngur.
Kaffihúsamessa í safnaðarheimili Glerárkirkju kl. 20.00.
Séra Guðmundur Guðmundsson þjónar. Valmar Väljaots og Ívar Helgason sjá um tónlistina. Kaffiveitingar verða í boði.
Þema stundarinnar er, Trú og ást, myndlist og ljóð.
Sunnudagurinn 24. júlí
Morgunbæn í Lögmannshlíðarkirkju kl. 9.30.
Séra Svavar Alfreð Jónsson leiðir bænastund í Lögmannshlíðarkirkju áður en gengið er til messu í Akureyrarkirkju. Gangan er tæpir 4km.
Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Séra Svavar Alfreð Jónsson þjónar, organisti er Valmar Väljaots.