Það sem þetta var gaman, allir þrír morgnarnir!! Frábærir krakkar, sem allir geta verið stoltir af, gerðu allskonar góðverk og skemmtu sér vel um leið.
Dagskráin var fjölbreytt og má sjá á þessum myndahlekk sem fylgir þessari frétt. Þar má sjá slatta af myndum, sem segja oft meira en mörg orð. Við bökuðum og gáfum kennurum í VMA og fengum að skoða nánast allan skólann og prófa ýmislegt í rafmagnsdeildinni, sinna sjúklilngi á sjúkraliðabrautinni, skoða listnámsdeildina og margt margt fleira. Við fórum í leiki í Lystigarðinum, lékum við börn á leikskólanum Lundarseli, borðuðum pylsur og nestið okkar líka og spiluðum bingó svo eitthvað sé nefnt. Auðvitað var feluleikur í boði og ýmsir aðrir leikir. Við gerðum líka kort handa bæjarbúum og ferðalöngum og afhentum niður í bæ. Semsagt allskonar góðverk, sem krakkarnir koma eflaust til með að gera fleiri um æfina.
Takk fyrir frábæra samveru öll, bestu kveðjur Sonja og Anton.
Myndir af námskeiði