Tónleikaröðin Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hefst
næstkomandi sunnudag, 5. júlí, og verða tónleikar í kirkjunni alla sunnudaga í júlí kl. 17.00.
Að vanda er dagskráin fjölbreytt og vonandi að sem flestir komi og njóti.
Á fyrstu tónleikunum mun Eyþór Ingi Jónsson, organisti Akureyrarkirkju, ásamt söngkonunni Kristjönu Arngrímsdóttur flytja þekkt
ljúflingslög.
Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hafa verið haldnir frá 1987 og er næst elsta tónleikaröð landsins.
Tónleikarnir standa í klukkustund án hlés, aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.