Eydís Franzdóttir, óbóleikari, og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, orgelleikari.
Síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju eru næstkomandi sunnudag, 25.
júlí.
Að þessu sinni ætla þær stöllur Eydís Franzdóttir, óbóleikari, og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti
í Akureyrarkirkju, að leika fyrir gesti kirkjunnar.
Tónleikarnir munu hefjast með konsert fyrir óbó og strengjasveit eftir Händel og kemur þá orgelið í stað hljómsveitarinnar. Auk
konsertsins munu hljóma íðilfagrir tónar frá barrokktímanum og einnig nýrri tónlist.
Það er ekki á hverjum degi sem Akureyringum gefst kostur á að heyra leikið á óbó, því enginn óbóleikari er
búsettur í bænum. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og eru klukkustundar langir. Hvetjum við fólk til þess að koma og njóta
þeirra. Aðgangur er ókeypis, allir hjartanlega velkomnir.