Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 2015


Vegna veikinda verður breyting á dagskrá Sumartónleika í Akureyrarkirkju nk. sunnudag, 19. júlí. Tónleikar Steinunnar Halldórsdóttur falla niður en í staðinn mun orgelleikarinn Lára Bryndís Eggertsdóttir halda tónleika. 

Efnisskrá tónleikanna er afar fjölbreytt. Hún mun leika tónlist frá öllum tímabilum orgeltónlistarsögunnar, allt frá gömlu spænsku stríðsverki að glænýjum íslenskum tónverkum sem Lára lét semja fyrir sig.

Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og er aðgangur ókeypis.

Akureyrarstofa, Menningarsjóður KEA, Norðurorka og Icelandair Hotels á Akureyri styrkja Sumartónleika í Akureyrarkirkju.