Lokahátíð barnastarfsins sunndaginn 1. maí


Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Eldri og Yngri barnakórar kirkjunnar syngja. Tónlistaratriði frá tónlistarskólanum á Akureyri. Sunnudagaskólafjörið á sínum stað. Um stundina sjá sr. Sunna Dóra Möller, Hjalti Jónsson, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Daníel Þorsteinsson. Pizzuveisla í Safnaðarheimilinu að samveru lokinni. Verið velkomin að fagna með okkur uppskeru skemmtilegs vetrar í barnastarfi kirkjunnar.