Að venju er sunnudagaskóli næsta sunnudag, og vill svo skemmtilega til að hann ber upp á 1. sunnudag í aðventu. Við munum að sjálfsögðu fjalla um jólin og af hverju við höldum jól og hvað skrautið og tréið táknar. Við ætlum að dusta rykið af jólalögunum og syngja nokkur. Svo munum við kveikja á fyrsta aðventukertinu sem heitir spádómskerti. Til okkar koma svo góðir gestir, leikarar frá leikfélagi VMA. Þau koma og sýna okkur atriði úr leikriti sem þau eru byrjuð að æfa og heitir TRÖLL. Handritið er unnið upp úr teiknimyndinni Trolls. Þetta mun eflaust vekja gleði og kátínu, bæði fyrir unga sem aldna. Konni kirkjufugl ætlar svo að líta aðeins á okkur og spjalla við okkur um þakklæti.
Verið innilega velkomin til okkar í sunnudagaskólann 1. desember klukkan 11:00 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.