Sunnudagur 13. nóvember, kristniboðsdagurinn


Messa í Akureyrarkirkju kl. 11.00. 

Karl Jónas Gíslason, starfsmaður Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, segja okkur frá starfi sambandsins í Afríku. Karl er nýkominn frá Eþíópíu en ætlar líka að tala um starfið í Kenýu. Þar á Akureyrarkirkja vinasöfnuð og safnaði meðal annars fyrir þaki á kirkju þar úti. Í vetur ætlum við að taka upp þann þráð og taka við samskotum handa vinum okkur í Kenýu. Þar eru til dæmis enn kirkjur sem vantar þök eins og sjá má á þessu guðshúsi í Roponyowo á meðfylgjandi mynd. Tekið verður við samskotum til starfsins. Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson.
Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11.00.
Umsjón sr. Sunna Dóra Möller.