Aðventuhátíð barnanna í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Umsjón sr. Sunna Dóra Möller, sr. Hildur Eir Bolladóttir, Hjalti Jónsson og
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Barnakórar Akureyrarkirkju syngja.
Una og Eik Haraldsdætur leika á píanó og óbó.
Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju kl. 17.00 og 20.00.
Hinn stórglæsilegi Kór Akureyrarkirkju hefur haldið jólatónleika sína
3. sunnudag í aðventu í fjöldamörg ár. Engin breyting verður á því í ár og mun kórinn flytja fallega og
fjölbreytta aðventu- og jólatónlist ásamt því að syngja með tónleikagestum til að koma fólki í rétta
jólaskapið. Í huga fjölmargra er það ómissandi þáttur af jólaundirbúningnum að syngja jólin inn með Kór
Akureyrarkirkju. Stjórnendur og organistar eru þau Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Eyþór Ingi Jónsson. Aðgangur er
ókeypis.