16.11.2016
Sunnudagaskóli í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Umsjón sr. Hildur Eir Bolladóttir og Hjalti Jónsson.
Hátíðarmessa í Akureyrarkirkju kl. 14.00.
Í tilefni af vígsluafmæli Akureyrarkirkju þann 17. nóvember.
Prestar eru sr. Svavar Alfreð Jónsson og sr. Hildur Eir Bolladóttir. Kór Akureyrarkirkju syngur. Organistar eru Eyþór Ingi Jónsson og Sólveig Anna Aradóttir.
Glæsilegt kaffihlaðborð og lukkupakkasala Kvenfélags Akureyrarkirkju í Safnaðarheimilinu strax að messu lokinni.
Orgeltónleikar í Akureyrarkirkju kl. 16.00.
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leikur orgelverk Páls Halldórssonar, fyrsta organista Hallgrímskirkju í Reykjavík, á orgel Akureyrarkirkju.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum til styrktar UNICEF.
Paramessa í Akureyrarkirkju kl. 20.00.
"40 ára farsælt hjónaband, sagan okkar" - hjónin Ásbjörn Björnsson og Kristín Guðnadóttir flytja erindi. Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir flytja ljúfa tóna. Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir.