Bangsasunnudagaskóli í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Bangsar og mjúkdýr velkomin og endilega komið í náttfötum eða kósýgalla.
Umsjón Sonja Kro og Stefán Elí Hauksson.
Hátíðarmessa í Akureyrarkirkju kl. 14.00.
Innsetningarmessa sr. Aðalsteins Þorvaldssonar. Eldri barnakór Akureyrarkirkju og Kór Akureyrarkirkju syngja. Organistar og stjórnendur eru, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, Þorvaldur Örn Davíðsson og Eyþór Ingi Jónsson. Prestar eru sr. Hildur Eir Bolladóttir, sr. Jóhanna Gísladóttir, sr. Aðalsteinn Þorvaldsson og sr. Jón Ármann Gíslason.
Glæsilegt kaffihlaðborð og lukkupakkasala Kvenfélags Akureyrarkirkju í Safnaðarheimilinu strax að messu lokinni.