Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Þá fáum við heimsókn frá brúðuleikhúsi, Bernd Ogrodnik ætlar að koma og sýna okkur leiksýninguna, "Pönnukakan
hennar Grýlu", en það er skemmtileg og falleg jólasaga sem er unnin upp úr evrópskri þjóðsögu sem flestir ættu að kannast
við. Barnakórar kirkjunnar ætla einnig að syngja, stjórnandi kóranna er Heimir Bjarni Ingimarsson. Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson.
Æðruleysismessa kl. 20.00.
Jóhannes Eiðsson kemur og syngur fyrir okkur ásamt dætrum sínum, þeim Birtu og Brynju. Arna
Valsdóttir, Eiríkur Bóasson og Stefán Ingólfsson leiða söng og annast undirleik.
Prestur er sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir.
Að messu lokinni verður kaffisopi í Safnaðarheimilinu.