Tónleikar fyrir börn í Akureyrarkirkju,
fimmtudaginn 3. maí kl. 15.00.
Eyrún Unnarsdóttir, Helena Guðlaug Bjarnadóttir og
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir hafa sett saman skemmtilega barnatónleika.
Á tónleikunum verða sungin gömul lög sem þekkt eru sem sönglög og barnalög á Íslandi. Lögin verða flutt bæði í
upprunalegri mynd en einnig fá gestir að taka þátt í að syngja lögin í þeirri mynd sem þau þekkja hana. Ekki vita allir að
lagið " Það búa litlir dvergar" er úr óperunni Hans og Gréta eftir Humperdinck. "ABCD" er franskt þjóðlag sem Mozart gerði færgt,
stefið í Júróvisjon er samið af frönsku tónskáldi, Marc-Anthoine Charpentier á sautjándu öld og kemur úr stærra verki
sem heitir Te Deum og svona mætti lengi telja. Í kringum lögin verða fluttir stuttir og einfaldir leikþættir sem henta hverjum lagi fyrir sig. Því
ættu tónleikarnir að verða með líflegasta móti og henta leikskóla- og grunnskólabörnum ásamt fullorðnum tónelskendum.
Tónleikarnir verða 40 mínútna langir og er aðgangur ókeypis.