Nýjar og harðar aðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins sem taka gildi nú á miðnætti miðvikudaginn 24. mars leiða til þess að fermingar næsta laugardag verða að fara fram með öðrum hætti en áætlað var.
Nú mega aðeins 30 vera í kirkjunni í einu og eru fermingarbörnin og starfsmenn kirkjunnar inni í þeirri tölu. Einungis 10 mega vera í veislu saman. Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að tryggja 2ja metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Börn fædd 2015 og síðar eru undanþegin 2ja metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Áður giltu þær undanþágur um börn fædd 2005 og síðar.
Við bjóðum fólki tvo kosti í þessari erfiðu stöðu.
1) Fermingar í smærri hópum næstu helgi, laugardag og sunnudag eða einkaathafnir.
2) Annan fermingardag, einhvern fyrirhugaðra fermingardaga í maí eða júní þar sem það er hægt eða að fermast einhverja helgina í sumar hvort sem það yrði í guðsþjónustu eða einkaathöfn.
Vinsamlega hafið samband við prestana til að fá nánari upplýsingar og láta vita hvað ykkur hentar best.
svavar@akirkja.is GSM 8602104
hildur@akirkja.is GSM 8631504
Ennfremur má hafa samband við ritara kirkjunnar. Netfangið hennar er gyda@akirkja.is og hún er við á skrifstofunni kl. 9 – 13 virka daga. Síminn er 462-7700.
Með bestu kveðjum,
Svavar Alfreð & Hildur Eir