Tónleikar

Stúlknakór Hamborgar og Kammerkórinn Ísold halda tónleika í Akureyrarkirkju, miðvikudaginn 19. maí.

Stúlknakór Hamborgar er margverðlaunaður kór skipaður rúmlega 40 stúlkum á aldrinum 12-19 ára. Þær flytja blandaða tónlist.
Stjónandi kórsins er Gesa Werhahn.

Kammerkórinn Ísold er nýstofnaður kór við Akureyrarkirkju, skipaður ungum konum á aldrinum 17-25 ára. Þær flytja íslensk ættjarðarlög með orgelspuna.
Stjórnandi kórsins er Eyþór Ingi Jónsson.

Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og er aðgangur ókeypis.