Tónleikar

Listasmiðjan Litróf heldur tónleika í Akureyrarkirkju laugardaginn 30. apríl kl. 16.00. Flutt verða gospel- og trúarleg lög í léttum dúr sem höfða til allra. Listasmiðjan Litróf er hress og skemmtilegur hópur 13 til 16 ára stúlkna.
Aðgangur er ókeypis og allir innilega velkomnir.