Kór Akraneskirkju flytur sálumessuna Eternal Light eftir enska tónskáldið Howard Goodall í Akureyrarkirkju laugardaginn 11. október
kl. 16.00. Á efnisskránni er einnig önnur tónlist sem tónar við þessa fallegu sálumessu. M.a. má heyra hið
frábæra sænska lag Koppången eftir Per-Erik Moraeus, Skýið hans Vilhjálms og Hugarheim Iðunnar Steinsdóttur og E. Morricone.
Einsöngvarar á tónleikunum eru þau Björg Þórhallsdóttir sópran, Einar Clausen tenór og Michael Jón Clarke
baríton. Um hljóðfæraleik sjá þau Birgir Þórisson sem leikur á orgel, Viðar Guðmundsson píanóleikari,
Kristín Sigurjónsdóttir fiðluleikari, Jón Rafnsson kontrabassaleikari og Sophie Schoonjans hörpuleikari. Stjórnandi er Sveinn Arnar
Sæmundsson.
Aðgangseyrir er kr. 2.500