05.06.2002
Unglingakór Akureyrarkirkju
heldur tónleika sunnudaginn 9. júní kl. 17 í Akureyrarkirkju.
Unglingakór Akureyrarkirkju
<br>heldur tónleika sunnudaginn 9. júní kl. 17 í Akureyrarkirkju.
<br>
<br><br><br>Flutt verður fjölbreytt dagskrá af kirkjulegum og veraldlegum toga eftir íslenska og erlenda höfunda. Einsöngvarar verða úr röðum kórsins. Stjórnandi er Sveinn Arnar Sæmundsson og undirleik annast Eyþór Ingi Jónsson. Kórinn á 10 ára afmæli í haust og 21. júní næstkomandi heldur hann til Þýskalands þar sem haldnir verða tónleikar og sungið við ýmsar uppákomur í borginni Bochum og víðar. Kórfélagar eru 24 á aldrinum 12-16 ára.
<br>Aðgangseyrir að tónleikum Unglingakórsins á sunnudag er kr. 1000 og eru allir hjartanlega velkomnir.
<br>