Sólríkan og bjartan laugardag lögðum við af stað á Hólavatn á tveimur rútum. Ferðalangarnir voru hópur af tíu-til-tólf ára krökkum sem eru í kirkjustarfi í Eyjafjarðar og þingeyjarprófastsdæmi. Alls um 80 krakkar með leiðtogum sínum. Deginum eyddum við saman í fallegri náttúru við leik og störf. Þemað var Miskunnsami Samverjinn og eftir að hafa hlustað á söguna hjá sr. Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur völdu börnin sig í hópa til að vinna útfrá þessari góðu sögu. Afrakastur hópastarfsins var svo sýndur í lok dags áður en var haldið heim. Það voru leikrit, brúðuleikrit og listaverk sem voru sýnd og mátti sjá mikla gleði og sköpun hjá börnunum öllum.
Glaðir ferðlangar kvöddust í helgistund sem Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir djákni stýrði, og langaði flesta til að fara fljótlega aftur í svona ferð :)