Á miðvikudaginn fór TTT á stúfana og heimsótti þau Silvíu og Martin sem búa í Hvammi, skátaheimili Klakks. Silvía og Martin koma frá Þýskalandi og eru sjálfboðaliðar í Glerárkirkju. Þau höfðu undirbúið leikinn Glæpur í Hvammi. Voðalegir atburðir höfðu átt sér stað, ráðist var á húsbóndann- en hvar og hver og með hverju??? TTT-krakkanna beið ærið verkefni...
Á miðvikudaginn fór TTT á stúfana og heimsótti þau Silvíu og Martin sem búa í Hvammi, skátaheimili Klakks. Þau höfðu undirbúið leikinn Glæpur í Hvammi. Voðalegir atburðir höfðu átt sér stað, ráðist var á húsbóndann- en hvar og hver og með hverju??? TTT-krakkanna beið ærið verkefni. Leikurinn er í raun spil sem gengur út á að finna hver gerði hvað og með hverju og hvar. Ýmsar vísbendingar var að finna í herbergjum í húsinu og þurftu þátttakendur að kasta tening og leysa þrautir til að komast milli herbergja. Með dugnaði, áræðni og samvinnu komst TTT að sannleikanum að lokum.
TTT þakkar Silvíu og Martin kærlega fyrir móttökurnar og skemmtilega samveru.