12.09.2006
Sunnudaginn 17. september hefst vetrarstarf kirkjunnar formlega með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Börn fá afhentar kirkjubækur fyrir sunnudagaskólann. Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvött til að mæta. Stúlknakór Akureyrarkirkju leiðir sönginn við undirleik Arnórs B. Vilbergssonar organista. Prestarnir og starfsfólk sunnudagaskólans leiða stundina. Eftir guðsþjónustuna verður ,,Opið hús" í safnaðarheimilinu þar sem vetrarstarfið verður kynnt og boðið upp á léttar veitingar. Fundur með foreldrum fermingarbarna verður svo kl. 13 í safnaðarheimili. Sjáumst í kirkjunni á sunnudaginn - allir velkomnir!