07.03.2002
Húsfyllir var á samveru eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í dag, fimmtudag. Um 160 manns sóttu samkomuna.Húsfyllir var á samveru eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í dag, fimmtudag. Um 160 manns sóttu samkomuna.<br><br>Tekið var á móti gestum með harmónikuleik Jóns Árna Sigfússonar, en að honum loknum sungu og spiluðu nokkur ungmenni úr sókninni. Konur úr Kvenfélagi Akureyrarkirkju önnuðust veglegar kaffiveitingar, en þegar allir höfðu fengið sitt á diskana tók ræðumaður dagsins til máls, Gunnar Eyjólfsson, leikari. Kom hann víða við, en fjallaði þó mest um kínverska leikfimi og þá lífsspeki, sem er henni að baki. Mæltist Gunnari vel og fékk góðar viðtökur, þannig að ef til vill eiga Akureyringar eftir að sjá virðulega öldunga safnaðarins við kínverskar leikfimiæfingar í görðum sínum á næstunni.