Er nokkuð til betri byrjun á sunnudegi en að koma í sunnudagaskólann með krakkana, eða barnabörnin?
Börn á öllum aldri eru hjartanlega velkomin.
Á dagskránni að þessu sinni verður söngur, leikrit, biblíusaga, leikur og svo verður haldið upp á afmæli september og sumar barnanna (þau börn sem eiga afmæli í maí, júní, júlí og ágúst) , af því að á sumrin eru engir sunnudagaskólar haldnir. Eftir stundina, sem tekur um 40 mínútur, verður boðið upp á kaffi og kleinur og djús. Börnin geta litað biblíumyndir og leikið sér í dótahorninu.
Hittumst kát og hress, Sonja og Hóffa.