Kór Akureyrarkirkju tók þátt í flutningi á sálumessu Verdis á hátíðartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju í maí s.l.
Inntökupróf í Kór Akureyrarkirkju verða mánudaginn 23. september n.k.Inntökupróf í Kór Akureyrarkirkju verða mánudaginn 23. september n.k.<br><br>Kór Akureyrarkirkju er að hefja vetraratarfið. Í vetur er ýmislegt á döfinni, t.d. jólasöngvar í desember, föstuvaka í mars, kaffitónleikar og þátttaka í Kirkjuviku 2004.
<br>Kórinn hefur fastar æfingar á þriðjudagskvöldum kl. 20 auk æfingardaga, æfingarhelga og sérstakra æfinga fyrir guðsþjónustur á sunnudögum. Kórnum er skipt í 4 messuhópa er skiptast á að syngja við messur en auk þess syngur kórinn allur að jafnaði einu sinni í mánuði.
<br> Stjórnandi Kórs Akureyrarkirkju er Björn Steinar Sólbergsson, organisti, raddþjálfun annast Sigríður Aðalsteinsdóttir.
<br>Kórinn getur bætt við söngfólki og verður inntökupróf n.k. mándag frá 17-19 og er áhugasömum bent á að hafa samband við stjórnanda kórsins í síma 4627702 eða 4625642.
<br>