26.01.2007
Vímulaus æska á Akureyri er stuðningshópur fyrir foreldra sem eiga ungmenni í vímuefnavanda. Hópurinn hittist á mánudagskvöldum frá kl.20 -22 í Akureyrarkirkju en prestarnir hafa umsjón með fundunum. Það er hópnum mikil ánægja að fá nú til liðs við sig Díönu Ósk Óskarsdóttur áfengis- og vímuefnaráðgjafa, sem starfar hjá Foreldrahúsi í Reykjavík. Fram að vori mun Díana koma til Akureyrar einu sinni í mánuði og bjóða foreldrum og öðrum aðstandendum að koma í viðtal. Hvert viðtal kostar 1000 kr, en engum er þó vísað frá. Díana mun hafa aðstöðu í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og er til næst viðtals mánudaginn 29.janúar frá kl. 13-18. Hægt er að fá nánari upplýsingar og panta tíma hjá sr. Sólveigu Höllu í síma 820 7275.