Akureyrarkirkja á vinasöfnuð í Kapkori, Kenýa. Við fórum af stað í vor með söfnun fyrir þaki á kirkju safnaðarins og
erum við komin vel af stað með þá söfnun. Byrjað var að hafa samskot í messum og munum við halda því áfram nú í
vetur til styrktar þessu verkefni. Einnig ætlum við að hittast, áhugamenn um kristniboðsverkefnið í Afríku síðasta miðvikudag í
mánuði hér í Akureyrarkirkju og verður fyrsta samveran miðvikudaginn 26. september kl. 20.30 en þá heimsækir kristniboðinn, Fanney
Kristrún Ingadóttir okkur og spjallar um kristniboðsverkefnið í Kenýa. Allir eru velkomnir að vera með í þessu skemmtilega og
áhugaverða verkefni. Styrktarreikningur vegna söfnunar á þaki fyrir kirkjuna í Kapkori er, 302-13-854100, kt.410169-6149 og eru öll framlög vel
þegin, bæði stór og smá.