Fréttir

Félagsstarf eldri borgara hefst

Fimmtudaginn 7.október hefst félagsstarf eldri borgara.Þá verður farið í skemmtiferð í Laufás, þar sem gengið verður í kirkju og safnið skoðað.Kaffiveitingar verða í þjónustuhúsi.

Nýtt Safnaðarblað

Safnaðarblað Akureyrarkirkju, 3.tbl.2004, er komið út.Þar er m.a.að finna yfirlit kirkju- og safnaðarstarfs fram að aðventu.Safnaðarblaðinu er dreift með Dagskránni.Þeir íbúar í póstnúmeri 600 sem ekki hafa fengið blaðið eru beðnir að hafa samband við kirkjuna í síma 462 7700.

Fjölskylduguðsþjónusta og opið hús

Sunnudaginn 19.september verður fjölskylduguðsþjónusta í kirkjunni þar sem Sólveig Halla Kristjánsdóttir, æskulýðsfulltrúi Akureyrarkirkju, predikar.Að messu lokinni verður opið hús í Safnaðarheimili, þar sem vetrarstarfið er kynnt og skráð í hin ýmsu námskeið og hópa.

Kór Akureyrarkirkju er að hefja vetrarstarfið

Kór Akureyrarkirkju er að hefja vetrarstarfið.Inntökupróf verða í kapellu kirkjunnar mánudaginn 13.september kl.17-19.Nánari upplýsingar gefur Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju í síma 4627702 eða 4625642.