Fréttir

Sunnudagur 3. apríl

Messa kl.11.00.Prestur er sr.Hildur Eir Bolladóttir.Sunna Dóra Möller, guðfræðingur, prédikar.Félagar úr messuhópi aðstoða.Kór Akureyrarkirkju syngur.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Fermingar vorið 2011

Listi yfir fermingarbörn vorið 2011 má finna hér.Æfing fermingarbarna föstudaginn 6.maí kl.17.00.(Þau sem fermast 7.maí).

Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar

Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar verður haldinn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, sunnudaginn 3.apríl, um kl.12.oo að lokinni messu í kirkjunni.Dagskrá fundarins: Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.

Sunnudagur 27. mars

Fjölskylduguðsþjónusta kl.11.00.Umsjón sr.Svavar Alfreð Jónsson og Sunna Dóra Möller.Yngri barnakór kirkjunnar syngur.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.Æðruleysismessa kl.

Sunnudagur 20. mars

Sunnudagaskóli í kapellu kl.11.00.Umsjón Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson.Messa í Akureyrarkirkju kl.14.00.Prestur er sr.Hildur Eir Bolladóttir.Félagar úr messuhópi aðstoða.

Föstuvaka

Miðvikudagskvöldið 16.mars kl 20.00 verður föstuvaka í Akureyrarkirkju.Kyrrðarstund þar sem við lítum inn á við og skoðum hug okkar og líðan í samfélagi við Jesú Krist.

Sunnudagur 13. mars

Guðsþjónusta kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Félagar úr messuhópi aðstoða.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju

Eyþór Ingi Jónsson organisti heldur sína árlegu óskalagatónleika í Akureyrarkirkju föstudaginn 11.mars kl.20.00.Á fyrri tónleikum hefur Eyþór t.d.spilað Bach og Bítlana, Jón Múla og Júrúvísíon, Popp og Purcell, Kvín og klarínettupolka.

Opið hús hjá Samhygð

Opið hús hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, kl.20.00.Gestur fundarins er sr.Jóna Lovísa Jónsdóttir með erindið "Sjálfsvíg".

Sunnudagur 6. mars, æskulýðsdagurinn

Fjölskylduguðsþjónusta - búningadagur kl.11.00.Hvetjum krakka til að koma í skrautlegum búningum.Yngri barnakór Akureyrarkirkju syngur.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.