Fréttir

1. sunnudagur í aðventu, 1. desember

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl.

Sunnudagur 24. nóvember

Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Umsjón sr.Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson.Barnakórar kirkjunnar syngja, stjórnandi er Vigdís Garðarsdóttir.Tekið verður við samskotum til söfnunar á Línuhraðli á Landspítalann.

Minningargjöf til Akureyrarkirkju

Akureyrarkirkju var á dögunum afhent þessi fallega gjöf en hjónin Margrét Kristinsdóttir og Gunnar Sólnes gáfu bútasaumsveggteppi sem Margrét saumar til minningar um langömmubarn sitt Margrétar Tinnu Guðmannsdóttur Petersen sem lést langt fyrir aldur fram aðeins 21 árs gömul.

Jólaaðstoð 2013

Jólaaðstoð 2013 - hvernig sæki ég um ? Þú hringir í síma 537-9050 milli kl.11.00 og 13.00 á mánudegi, þriðjudegi eða miðvikudegi.Eins og fyrir síðustu jól er sótt um á einum stað hjá jólaaðstoðinni og samstarfsaðilarnir sameinast um að styðja þig með þátttöku fyrirtækja og einstaklinga á Eyjafjarðarsvæðinu.

17. nóvember, afmæli Akureyrarkirkju

Sunnudagurinn 17.nóvember er kirkjudagur Akureyrarkirkju.En Akureyrarkirkja var vígð 17.nóvember 1940.Þann dag er sunnudagaskóli í Akureyrarkirkju kl.11.00 í umsjón sr.Sunnu Dóru Möller og Hjalta Jónssonar.

Sunnudagur 10. nóvember, kristniboðsdagurinn

Messa í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Hildur Eir Bolladóttir.Sr.Jakob Ágúst Hjálmarsson segir frá vinasöfnuði okkar í Afríku í máli og myndum.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.

Samvera eldri borgara

Samvera eldri borgara verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 7.nóvember kl.15.00.Ásta Garðarsdóttir segir frá ferðalagi.Barnakórar Akureyrarkirkju syngja.Kvenfélag Akureyrarkirkju sér um kaffiveitingar, kr.