Fréttir

Opið hús fyrir eldri borgara

Fyrsta samvera vetrarins fyrir eldri borgara verður haldin í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 1.október, kl.15.00.Að þessu sinni ætlar Helena Eyjólfsdóttir að syngja létt lög og Heiðdís Norðfjörð les frumsamda smásögu.

Sunnudagurinn 27. september

Messa kl.11.00.Altarisganga.Prestur er sr.Gylfi Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl.11.00.Söngur, sögur og brúðuleikrit.

„Bíódagar“ í Glerárkirkju

Fjögur fræðslukvöld um kvikmyndir verða í Glerárkirkju næstu miðvikudagskvöld og er fyrsta kvöldið 30.september kl.19.00 í safnaðarsal Glerárkirkju.Sr.Árni Svanur Daníelsson fjalla um hvernig trú og trúarstef birtast í kvikmyndum, máli sínu til stuðnings verður hann með sýnidæmi.

Sunnudagur 20. september

Messa kl.11.00.Prestur er sr.Gylfi Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl.11.00.Mikill söngur, sögur og brúðuleikrit.

Upphaf vetrarstarfs

Síðastliðinn sunnudag hófst vetrarstarf kirkjunnar með fjölskylduguðsþjónustu í Akureyrarkirkju, þar sungu meðal annars félagar úr Kór Akureyrarkirkju og yngri barnakór kirkjunnar, einnig kom hann Lubbi í heimsókn og ræddi við börnin.

Kynning á Alfa 15. september

Nú er að hefjast nýtt Alfa námskeið.Kynningarkvöld verður þann 15.september kl.20.00 í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð.Boðið verður upp á framhaldsnámskeið á sama tíma.

Kórastarfið að hefjast

Nú er skráning hafin í kóra Akureyrarkirkju.Æfingar kóranna er sem hér segir: Yngri barnakórinn (2.-4.bekkur) æfir á fimmtudögum frá kl.15.00-16.00, eldri barnakórinn (5.

Sunnudagurinn 6. september

Guðsþjónusta kl.11.00.Prestur er sr.Gylfi Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.