Fréttir

Áramót: Aftansöngur og hátíðarmessa

Aftansöngur verður klukkan 18 á gamlársdag.Prestur er sr.Svavar A.Jónsson, Kór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar og Sigrún Arna Arngrímsdóttir syngur einsöng.

Fjölbreytt helgihald um jólin

Helgihaldið í Akureyrarsókn verður að venju fjölbreytt um jólin.Aftansöngur jóla verður í Akureyrarkirkju klukkan 18 á aðfangadagskvöld og síðar um kvöldið, klukkan 23.

Aðventuhátíð barnanna 18. desember

Á sunnudaginn klukkan 11 verður aðventuhátíð barnanna haldin í Akureyrarkirkju.Þar syngur Barnakór Lundarskóla og börn úr kirkjustarfi flytja helgileik.Búast má við að söngur skipi stóran sess á hátíðinni.

Hádegistónleikar og jólasöngvar

Laugardaginn 10.desember klukkan 12 heldur Björn Steinar Sólbergsson organisti hádegistónleika í Akureyrarkirkju þar sem hann leikur verk eftir Andrew Carter, Marcel Dupré og Naji Hakim.

Á döfinni: Samvera eldri borgara og aðventukvöld

Fimmtudaginn 1.desember verður samvera eldri borgara í Safnaðarheimilinu.Óskar Pétursson syngur einsöng við undirleik Eyþórs Inga Jónssonar.Upplestur verður í umsjá Kristjönu Jónsdóttur og sr.

Akureyrarkirkja 65 ára: Hátíðarmessa og kaffisala

Akureyrarkirkja hin nýja verður 65 ára á fimmtudaginn, en hún var vígð þann 17.nóvember 1940.Af þessu tilefni verður hátíðarmessa í kirkjunni sunnudaginn 20.nóvember klukkan 14.

Góðir gestir í Safnaðarheimili á sunnudag

Á sunnudag, allra heilagra messu, verður messa í Akureyrarkirkju þar sem sr.Óskar H.Óskarsson þjónar og kór kirkjunnar syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.Eftir messu verða fræðslustund og léttar veitingar í Safnaðarheimili, þar sem Hirut Beyene og Kusse Koshoso frá Konsó í Eþíópíu ræða um kristniboð og hjálparstarf.

Eyþór spilar verk eftir Bach og Bruna

Á hádegistónleikum í Akureyrarkirkju laugardaginn 5.nóvember klukkan 12 leikur Eyþór Ingi Jónsson organisti verk eftir Johann Sebastian Bach og Pablo Bruna.Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Hugmyndir um Kirkjumiðstöð verði skoðaðar betur

Á nýafstöðnu Kirkjuþingi var samþykkt ályktun Fjárhagsnefndar þess efnis að Kirkjuráð kanni frekar rekstargrundvöll Kirkjumiðstöðvar á Akureyri, húsnæði og fleiri atriði áður en Kirkjuþing taki endanlega ákvörðun um málið.

Sr. Birgir les úr bók sinni 3. nóvember

Samverustund eldri borgara verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 3.nóvember frá kl.15-17.Þar mun séra Birgir Snæbjörnsson lesa úr nýútkominni bók sinni, Því ekki að brosa, og Barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.