Fréttir

Guðsþjónusta á boðunardegi Maríu

Guðsþjónusta verður á sunnudaginn, 2.apríl, sem er boðunardagur Maríu.Lesarar eru Lilja Sigurðardóttir og Þórey Sigurðardóttir.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða sönginn.

ÆFAK á Hríseyjarmóti ÆSKEY

Um síðastliðna helgi fór Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju á æskulýðsmót út í Hrísey.ÆSKEY stóð að mótinu og þangað komu unglingar frá Glerárkirkju, Stærri-Árskógskirkju, Vopnafirði og auðvita Hrísey.

Glerbrot sótti ÆFAK heim

Fjölmennt var á fundi Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju í gær þegar Glerbrot frá Glerárkirkju kom í heimsókn.Félögin eru að undirbúa sig fyrir ÆSKEY mót sem verður nú helgina í Hrísey.

Barnakóramót ÆSKEY

Fyrsta barnakóramót ÆSKEY var haldið um síðustu helgi í Akureyrarkirkju.Barnakórar Glerárkirkju og Akureyrarkirkju tóku þátt og var mikil gleði.Mótinu lauk í gær klukkan 15 með tónleikum og kaffisamsæti.

Aðalsafnaðarfundur á sunnudag

Aðalsafnaðarfundur Akureyrarkirkju verður haldinn í Safnaðarheimilinu strax að lokinni guðsþjónustu sunnudaginn 26.mars.Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.

Góð stemning á göngunni til Emmaus!

Námskeiðið ,,Emmaus" hófst formlega í kirkjunni í gærkvöldi og heldur áfram næstu fimmtudagskvöld í mars.Góður hópur var mættur til leiks, naut fræðslu og skiptist á skoðunum.

Bibliubrúður verða til!!

Um síðustu helgi litu 12 "heimagerðar" biblíubrúður dagsins ljós.Á föstudagkvöldinu hófst brúðugerðanámskeið í í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í umsjá Reginu Þorsteinsson.

Messa á þriðja sunnudegi í föstu

Messa verður á sunnudaginn kl.11.Altarisganga.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða söng.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson og prestur sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson.Fulltrúar úr sóknarnefnd kirkjunnar lesa ritningarlestra og taka á móti fólki í kirkjudyrum.

Lokasprettur fermingarfræðslunnar

Fræðslusamverur með fermingarbörnum hafa verið síðdegis á þriðjudögum í vetur.Fræðsluefnið ,,Guðað á glugga" er byggt á myndefnum í gluggum kirkjunnar sem sýna helstu atburði úr lífi og starfi frelsarans ásamt því að varpa upp glefsum úr íslenskri kirkjusögu.

Hátíðarmessa við lok Kirkjuviku

Á sunnudaginn verður hátíðarmessa kl.14.Sr.Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, prédikar.Kór Akureyrarkirkju syngur við undirleik Björns Steinars Sólbergssonar, organista.