Fréttir

Mánudagar gegn mæðu

Næstu mánudaga verður efnt til samvera í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju undir yfirskriftinni ,, Mánudagar gegn mæðu".Þar verða umræður um stöðu þjóðarinnar og framtíðarhorfur og enda þótt samverurnar eigi sér stað í skugga kreppu vilja aðstandendur þeirra láta þær fara fram í ljósi góðra vona.

Sunnudagurinn 2. nóvember

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl.11.00.Stoppleikhópurinn kemur í heimsókn og sýnir leikritið Ósýnilegi vinurinn.Allir velkomnir.Allra heilagra messa kl.

Brasstónleikar í Akureyrarkirkju

Fimmtudagskvöldið 30.október mun Brasssextett Norðurlands halda tónleika í Akureyrarkirkju ásamt Eyþóri Inga Jónssyni á orgel og Hjörleifi Jónssyni á pákur.Sextettinn skipa Vilhjálmur Ingi Sigurðarson, trompet, Sveinn Sigurbjörnsson, trompet, Hjálmar Sigurbjörnsson, trompet, Kjartan Ólafsson, horn, Kaldo Kiis, básúna og Helgi Þorbjörn Svavarsson, túba.

Mánudagar gegn mæðu

Krepputímum fylgir uppgjör.Þá er reynt að finna það sem farið hefur úrskeiðis og leiddi til þrenginganna.Vítin kortlögð til að unnt sé að varast þau.En kreppum fylgir ekki einungis uppgjör við fortíð.

Börn og bangsar

Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju, sunnudaginn 26.október, kl.11.00.Öll börn er hvött til að koma með besta bangsann sinn.Halla segir frá Sakkeusi sem eignast nýjan vin.

Fermingarfræðsla

Í dag, þriðjudaginn 21.október, kl.15.00 koma tveir gestir frá Úganda í heimsókn í fermingarfræðslutíma og viljum við bjóða fermingarbörnum í Lundarskóla, Oddeyrarskóla og Brekkuskóla að koma og hitta þá.

Skráning fermingarbarna

Við viljum verkja athygli á að síðasti skráningardagur fermingarbarna er mánudagurinn 20.október.Nánari upplýsingar í síma 462-7700, milli kl.9.00 og 13.00 virka daga, eða á netfangið akirkja@akirkja.

Guðsþjónusta og barnastarf, sunnudaginn 19. október kl. 11.00

Hvar er fjársjóðurinn ? Í barnastarfinu hafa börnin reglulega kíkt í fjársjóðskistu kirkjunnar og er þar ýmislegt að finna. Á ,,fjársjóðskorti” sem fannst um daginn var þetta vers: Hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.

Sunnudagurinn 12. október

Næstkomandi sunnudag, 12.október, er Guðsþjónusta í kapellu Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.

Sálarstaldur

Sálarstaldur í Kirkjubæ við Ráðhústorg alla föstudaga kl.12.00.Í dag, 10.október, verður Hannes Örn Blandon með innlegg.