Fréttir

Frestað vegna veðurs

Söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar sem vera átti í dag, fimmtudaginn 1.nóvember, er frestað vegna veðurs.Það verður því enginn fermingarfræðslutími í dag.

Sunnudagur 28. október

Fjölskylduguðsþjónusta og sunnudagaskóli í Akureyrarkirkju kl.11.00.Umsjón sr.Sunna Dóra Möller, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Hjalti Jónsson.Barnakórar Akureyrarkirkju syngja.

Safnað fyrir flygli í Akureyrarkirkju

Tónleikar í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 25.október kl.20.00.Listvinafélag Akureyrarkirkju safnar fyrir flygli í kirkjuna. Akureyrarkirkja er rómuð fyrir fagran hljómburð, en þar vantar sárlega flygil svo hægt sé að bjóða upp á enn fjölbreyttari tónlist.

Sunnudagur 21. október

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Sunna Dóra Möller.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl.

Sunnudagur 14. október

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl.

Samhygð, samtök um sorg og sorgarviðbrögð

Opið hús hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl.20.00.Sr.Sigríður Guðmarsdóttir, verður með erindið „Í landi hinna löngu skugga: Að gera upp gamlar sorgir“.

Sunnudagur 7. október

Messa í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Hildur Eir Bolladóttir.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl.

Fermingarfræðsla í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju

Fimmtudaginn 4.október kl.15.00, verður samvera fyrir fermingarbörn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.Þangað eru öll fermingarbörn boðuð.Góður gestur kemur á fundinn, hinn 30 ára Malavíbúi Innocent Kaphinde.