28.01.2010
Fjölskylduguðsþjónusta - búningadagur kl.11.00.Hvetjum krakka til að koma í skrautlegum búningum.Yngri barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur.
26.01.2010
Nafnalista fermingarbarna, vorið 2010, er að finna hér.Smellið á dagsetninguna og þá birtist listinn.
26.01.2010
Þann 8.febrúar nk.heldur Eyþór Ingi
Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju, sína árlegu óskalagatónleika. Tónleikar þessir hafa vakið mikla athygli og verið
mjög vel sóttir.
26.01.2010
Útskriftartónleikar Petru Bjarkar Pálsdótturverða haldnir næstkomandi föstudag, 29.janúar, í
Akureyrarkirkju.Þar mun Petra Björk leika orgelverk eftir Storace, Bach, Mendelssohn og Messiaen.
22.01.2010
Guðsþjónusta kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl.
15.01.2010
Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kristinna manna verður haldin hér á landi dagana 17.-24.janúar 2010.Um heim allan sameinast kristið
fólk í bæn fyrir einingu þessa daga og lesa bænir og texta sem útbúnir eru sameiginlega af fulltrúum ólíkra kirkjudeilda
í einhverju aðildalanda Alkirkjuráðsins og sendir út af Alkirkjuráðinu og Kaþólsku kirkjunni.
13.01.2010
Guðsþjónusta kl.11.00.Prestur er sr.Guðmundur Guðmundsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Oraganisti er Eyþór Ingi Jónsson.Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl.
13.01.2010
Opið hús hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, kl.20.00.Innlegg fundarins „Að horfa fram á við eftir nýliðna hátíð“.Allir hjartanlega velkomnir.
04.01.2010
Nú heldur vetrarstarfið áfram og er með sama sniði og áður, kyrrðar- og fyrirbænastundin í hádeginu á
fimmtudögum, æfingar barnakóranna hefjast fimmtudaginn 7.janúar, Stúlknakórinn byrjar ekki fyrr en fimmtudaginn 14.
01.01.2010
Starfsfólk Akureyrarkirkju óskar ykkur öllum gleðilegs árs og þakkar samverustundirnar á liðnu ári.