28.10.2005
Á nýafstöðnu Kirkjuþingi var samþykkt ályktun Fjárhagsnefndar þess efnis að Kirkjuráð kanni frekar rekstargrundvöll Kirkjumiðstöðvar á Akureyri, húsnæði og fleiri atriði áður en Kirkjuþing taki endanlega ákvörðun um málið.
25.10.2005
Samverustund eldri borgara verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 3.nóvember frá kl.15-17.Þar mun séra Birgir Snæbjörnsson lesa úr nýútkominni bók sinni, Því ekki að brosa, og Barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.
11.10.2005
Við messu sunnudaginn 16.október klukkan 14 verða sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson og sr.Sólveig Halla Kristjánsdóttir sett inn í embætti presta við Akureyrarkirkju.Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar og Sigríður Aðalsteinsdóttir syngur einsöng.
11.10.2005
Fræðslukvöld verða á fimmtudögum í október og nóvember 2005 í umsjá sr.Guðmundar Guðmundssonar, héraðsprests.Í október verður viðfangsefnið Heimilið - vettvangur trúaruppeldis.
06.10.2005
Stoppleikhópurinn sýnir nýtt íslenskt barnaleikrit, Kamilla og þjófurinn, í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju klukkan 11 sunnudaginn 9.október.Allir eru velkomnir.Leikgerð Stoppleikhópsins er byggð á þekktri sögu eftir Kari Vinje en Valgeir Skagfjörð er höfundur tónlistar og söngtexta.
04.10.2005
Fermingarfræðslan er nú í þann mund að hefjast.Nemendum er skipt í þrjá hópa eins og undanfarna vetur.Í hópi 1 eru nemendur Oddeyrarskóla og 8.B Brekkuskóla, í hópi 2 væntanleg fermingarbörn úr Lundarskóla og í hópi 3 eru nemendur úr 8.
03.10.2005
Fimmtudaginn 6.október klukkan 15 verður opið hús fyrir eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.Ræðumaður er séra Sólveig Halla Kristjánsdóttir.Unnur Helga Möller syngur einsöng.