01.07.2010
Sunnudaginn 4.júlí kl.17:00 mun Kammerkór Akraness flytja efniskrá úr söngheftunum Ljóðum og lögum á fyrstu Sumartónleikunum
í Akureyrarkirkju þetta sumarið. Lögin sem sungin verða þekkja margir og hefur kórinn fengið mikið hrós fyrir flutning
sinn á þeim.
28.06.2010
Í hádeginu á morgun, þriðjudag, mun
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leika hálftíma langa tónleika á orgel kirkjunnar.Tónleikarnir hefjast kl.12:15, aðgangseyrir er 1000 krónur og því miður er ekki hægt að taka við greiðslukortum.
16.06.2010
Síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju eru næstkomandi sunnudag, 25.júlí.Að þessu sinni ætla þær stöllur Eydís Franzdóttir, óbóleikari, og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti
í Akureyrarkirkju, að leika fyrir gesti kirkjunnar.
15.06.2010
Messa kl.11.00.Sr.Hannes Örn Blandon, prófastur, setur sr.Hildi Eir Bolladóttur í embætti.Kór Akureyrarkirkju syngur.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.Kaffi í Safnaðarheimilinu að messu lokinni.
08.06.2010
Mótormessa í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Jóna Lovísa Jónsdóttir.Kristján Þ.Kristinsson, formaður Bílaklúbbsins, prédikar.Mótoráhugamenn
sjá um tónlistina og lesa ritningarlestra dagsins.
03.06.2010
Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
01.06.2010
Þar sem við höfum ekki fengið lista yfir ungmenni fædd 1997 frá Brekkuskóla viljum við biðja foreldra/forráðamenn þeirra að hafa
samband í síma 462-7700 (milli kl.9.00 og 13.