Fréttir

Kórtónleikar í Akureyrarkirkju

Sunnudaginn 4.júlí kl.17:00 mun Kammerkór Akraness flytja efniskrá úr söngheftunum Ljóðum og lögum á fyrstu Sumartónleikunum í Akureyrarkirkju þetta sumarið. Lögin sem sungin verða þekkja margir og hefur kórinn fengið mikið hrós fyrir flutning sinn á þeim.

Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju

Í hádeginu á morgun, þriðjudag, mun Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leika hálftíma langa tónleika á orgel kirkjunnar.Tónleikarnir hefjast kl.12:15, aðgangseyrir er 1000 krónur og því miður er ekki hægt að taka við greiðslukortum.

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju eru næstkomandi sunnudag, 25.júlí.Að þessu sinni ætla þær stöllur Eydís Franzdóttir, óbóleikari, og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti í Akureyrarkirkju, að leika fyrir gesti kirkjunnar.

Sunnudagur 20. júní

Messa kl.11.00.Sr.Hannes Örn Blandon, prófastur, setur sr.Hildi Eir Bolladóttur í embætti.Kór Akureyrarkirkju syngur.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.Kaffi í Safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Sunnudagur 13. júní

Mótormessa í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Jóna Lovísa Jónsdóttir.Kristján Þ.Kristinsson, formaður Bílaklúbbsins, prédikar.Mótoráhugamenn sjá um tónlistina og lesa ritningarlestra dagsins.

Sunnudagurinn 6. júní, sjómannadagurinn

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Athugið !

Þar sem við höfum ekki fengið lista yfir ungmenni fædd 1997 frá Brekkuskóla viljum við biðja foreldra/forráðamenn þeirra að hafa samband í síma 462-7700 (milli kl.9.00 og 13.