Fréttir

ATHUGIÐ !

Tónleikarnir, Harmónía með harmóníum, sem vera áttu fimmtudaginn 8.nóvember kl.20.00, falla niður vegna veikinda.

Foreldramorgunn í Akureyrarkirkju

Foreldramorgunn, miðvikudaginn 7.nóvember kl.10.00-12.00.Guðný Bergvinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, kemur í heimsókn og kennir okkur skyndihjálp barna.Notaleg stund fyrir foreldra með ungbörn sín.

Samvera eldri borgara

Samvera eldri borgara í Safnaðarheimilinu þriðjudaginn 6.nóvember kl.15.00.Brit Bieltvedt, félagsráðgjafi og forstöðukona öldrunarheimilinna kemur í heimsókn.Eldri barnakór Akureyrarkirkju syngur.

Sunnudagur 4. október. Allra heilagra messa

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Hildur Eir Bolladóttir.Birgir Styrmisson, kirkjuþingsmaður, prédikar.Kór Akureyrarkirkju syngur.Organisti er Hjörtur Steinbergsson.

Frestað vegna veðurs

Söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar sem vera átti í dag, fimmtudaginn 1.nóvember, er frestað vegna veðurs.Það verður því enginn fermingarfræðslutími í dag.