19.08.2019
Nú er viðgerðum á Akureyrarkirkju lokið. Steining var endurnýjuð á suður- og framhliðum kirkjunnar. Gunnar Berg, múrarameistari, og hans menn unnu verkið. Auk þess útveguðu SS Byggir og Hyrna búnað til viðgerðanna. Verkið tókst prýðilega. Í síðustu viku tók fulltrúi Minjaverndar ríkisins það út og var mjög ánægður með viðgerðirnar. Hrósaði hann handbragði akureyskra iðnaðarmanna í hástert. Sóknarnefnd þakkar öllum sem lögðu þessu verki lið og undirbýr að klára verkið næsta sumar fáist fjármagn til þess.