Fréttir

Tvær guðsþjónustur á sunnudaginn

Sunnudaginn 12.febrúar verða tvær guðsþjónustur í Akureyrarkirkju.Sú fyrri kl.11 og þar mun sr.Svavar A.Jónsson þjóna fyrir altari.Petra Björk Pálsdóttir og Arnór Vilbergsson, nemendur við orgeldeild Tónskóla Þjóðkirkjunnar, leika á orgel.

Mömmumorgnar á miðvikudögum

Mömmumorgnar eru einn af föstu liðunum í starfi Akureyrarkirkju.Á hverjum miðvikudegi kl.9:30 er opið hús fyrir mæður, og auðvitað feður líka, sem bundnar eru yfir börnum sínum heima.

Hundrað þúsund manns í kirkjunni á síðasta ári

Gríðarlega margir lögðu leið sína í Akureyrarkirkju á síðasta ári samkvæmt nýlegri samantekt.Ríflega 36 þúsund manns tóku þátt í helgihaldi kirkjunnar, athöfnum, tónleikum og barna- og æskulýðsstarfi.

Lífleg samvera hjá eldri borgurum

Það var líf og fjör á samveru eldriborgara sl.fimmtudag og fjölbreytt dagskrá.Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, flutti erindi og fjallaði um aðbúnað og þjónustu við eldri borgara í bæjarfélaginu.

Eldri borgarar aðstoða í guðsþjónustum

Eldri borgarar eru þátttakendur í guðsþjónustum í febrúar.Tveir félagar úr þeirra röðum taka á móti kirkjugestum, útdeila sálmabókum og lesa ritningarlestra.Sóknarnefnd Akureyrarkirkju annaðist móttöku og lestra í guðsþjónustum í janúar með góðum árangri.