Fréttir

Danstónlist fyrir orgel

Þriðjudaginn 3.ágúst mun Anne Mathiesen heimsækja okkur frá Danmörku og halda tónleika í kirkjunni kl.12:00.Hún spilar einungis dansa, bæði sem samdir hafa verið  fyrir orgel en einnig sem hún hefur sjálf umritað.

Sunnudagur 25. júlí

Guðsþjónusta kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Eydís Franzdóttir leikur á óbó.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Sunnudagur 18. júlí

Guðsþjónusta kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Ellen Kristjánsdóttir syngur einsöng.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.Sumartónleikar í Akureyrarkirkju kl.

Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju

Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 13.júlí.Að þessu sinni mun Þorgeirsgengið flytja tónlist.Á efnisskránni verða íslensk lög og vísur í þjóðlegum og frumlegum útsetningum.

Ástralskur kór í Akureyrarkirkju

Föstudaginn 9.júlí mun Ástralskur kór, Kór St.Michael´s Grammar School, halda tónleika í Akureyrarkirkju.Kórinn er skipaður unglingum á aldrinum 13-18 ára.Efnisskráin er fjölbreytt og vönduð.

Kórtónleikar í Akureyrarkirkju

Þriðjudaginn 6.júlí mun Kammerkórinn Collegium Cantorum frá Dómkirkjunni í Uppsala halda tónleika í Akureyrarkirkju.Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir des Préz, Janequin og Sandström.

Kórtónleikar í Akureyrarkirkju

Sunnudaginn 4.júlí kl.17:00 mun Kammerkór Akraness flytja efniskrá úr söngheftunum Ljóðum og lögum á fyrstu Sumartónleikunum í Akureyrarkirkju þetta sumarið. Lögin sem sungin verða þekkja margir og hefur kórinn fengið mikið hrós fyrir flutning sinn á þeim.

Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju

Í hádeginu á morgun, þriðjudag, mun Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leika hálftíma langa tónleika á orgel kirkjunnar.Tónleikarnir hefjast kl.12:15, aðgangseyrir er 1000 krónur og því miður er ekki hægt að taka við greiðslukortum.

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju eru næstkomandi sunnudag, 25.júlí.Að þessu sinni ætla þær stöllur Eydís Franzdóttir, óbóleikari, og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti í Akureyrarkirkju, að leika fyrir gesti kirkjunnar.

Sunnudagur 20. júní

Messa kl.11.00.Sr.Hannes Örn Blandon, prófastur, setur sr.Hildi Eir Bolladóttur í embætti.Kór Akureyrarkirkju syngur.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.Kaffi í Safnaðarheimilinu að messu lokinni.