Fréttir

Sálarstaldur

Sálarstaldur í Kirkjubæ við Ráðhústorg alla föstudaga kl.12.00.Í dag, 10.október, verður Hannes Örn Blandon með innlegg.

Guðsþjónusta

Næstkomandi sunnudag, 5.október, verður guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Þar verður mikill söngur, sungnir verða sálmar nr.214a, 540, 198, 485, 26 og mun Kór Akureyrarkirkju syngja Miskunnarbæ eftir Couperin og Hallelúja eftir Erbach, undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.

Opið hús fyrir eldri borgara

Á morgun fimmtudaginn 2.október kl.15.00 verður fyrsta opna hús vetrarins fyrir eldri borgara.Gestir að þessu sinni eru þau Hilda Torfadóttir og Haukur Ágústsson, kennarar.

Samkirkjumál rædd á opnum fundi í Glerárkirkju

Á miðvikudagskvöldum í október og nóvember verða opnir fundir í Glerárkirkju þar sem fulltrúar kirkjudeildanna á Akureyri ræða samkirkjumál.Tilefni fræðslukvöldanna er að árið 2001 undirrituðu fulltrúar kirkna í Evrópu skjal sem ber titilinn Charta oecumenica og hefur nú einnig verið gefið út á íslensku.

Mömmumorgnar

Opið hús fyrir foreldra ungra barna, í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, alla miðvikudagsmorgna frá kl.9.30 til 11.30.Yfir veturinn hittast foreldrar með börn sín, fá sér kaffi eða te, hitta aðra foreldra og spjalla.

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00

Næstkomandi sunnudag, 21.september, hefst vetrarstarfið í Akureyrarkirkju með fjölskylduguðsþjónustu kl.11.00.Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.

Samhygð - opið hús

Fyrsta opna hús Samhygðar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, veturinn 2008-2009 hefst í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 11.september kl.20.00.Kaffi og spjall, allir hjartanlega velkomnir.

Kórastarfið að hefjast

Nú fer kórastarfið að hefjast og stendur skráning yfir þessa dagana.Í Kór Akureyrarkirkju er 60 manns á öllum aldri og í Stúlknakór Akureyrarkirkju eru 45 stúlkur á aldrinum 13 - 20 ára, Eyþór Ingi Jónsson, organisti, er stjórnandi kóranna og er hægt að fá nánari upplýsingar hjá honum með því að senda póst á netfangið eythor@akirkja.

Sr. Óskar Hafsteinn í námsleyfi

Sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur, hefur nú haldið vestur um haf ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann og kona hans, Elín Una, munu stunda nám næsta vetur, verður hann því í námsleyfi til næsta sumars og mun sr.

Lokað vegna endurbóta

Þessa dagana standa yfir endurbætur á Akureyrarkirkju, verið er að mála alla kirkjuna að innan, skipta um hljóðkerfi í húsinu og lagfæra og endurbæta lýsingu.Kirkjan verður því lokuð til 20.