Fréttir

Fermingarbörn vorsins 2017 (árg. 2003)

Miðvikudagskvöldið 25.maí nk.verður fundur með fermingarbörnum vorsins 2017 (árg.2003) og foreldrum/forráðamönnum þeirra í Akureyrarkirkju kl.20.00. Þar verður farið yfir starf vetrarins sem hefst með dagsferð í fermingarskólann að Vestmannsvatni, fermingardagarnir tilkynntir og tekið við skráningu í fermingarfræðsluna (skráningarblöð afhent).

Sunnudagur 22. maí

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Sunna Dóra Möller.Háskólakórinn Penn State Glee Club og félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Una Haraldsdóttir leikur á orgel.

Hvítasunnuhelgin í Akureyrarkirkju

Laugardagur 14.maí Fermingarmessa í Akureyrarkirkju kl.10.30.Prestar eru sr.Svavar Alfreð Jónsson og sr.Hildur Eir Bolladóttir.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Tónleikar í Akureyrarkirkju

Svissneski karlakórinn Männerstimmen Basel heldur tónleika í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 11.maí kl.20.00.Hnébuxur, axlabönd og flauelsjakkar, kórbúningur karlakórsins Männerstimmen Basel, er skemmtilega gamaldags, en á sama tíma í hressilegri mótsögn við lífleglega framkomu ungu mannanna í kórnum.

Tónleikar í Akureyrarkirkju

Sunnudaginn 8.maí mun Kór Akureyrarkirkju slá upp tónleikum með Gunnari Gunnarssyni á píanó, Sigurði Flosasyni á saxafón og Tómasi R.Einarssyni á kontrabassa.Stjórnandi verður Eyþór Ingi Jónsson.

Sunnudagur 8. maí, mæðradagurinn

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Fimmtudagurinn 5. maí, uppstigningardagur

Messa í Akureyrarkirkju kl.14.00.Prestur er sr.Hildur Eir Bolladóttir.Baldvin Bjarnason formaður kórsins Í fínu formi prédikar.Kórinn Í fínu formi syngur undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur.

Fræðslufundur í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju

Fræðslufundur mánudaginn 2.maí kl.20.00 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.Lífræn kirkja.Hver er hún, hvers vegna skiptir hún máli og hvernig ræktum við hana? Á þessum fræðslufundi mun dr.

Lokahátíð barnastarfsins sunndaginn 1. maí

Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Eldri og Yngri barnakórar kirkjunnar syngja.Tónlistaratriði frá tónlistarskólanum á Akureyri.Sunnudagaskólafjörið á sínum stað.

Helgin 23. og 24. apríl

Laugardagur 23.apríl Fermingarmessa í Akureyrarkirkju kl.10.30.Prestar eru sr.Svavar Alfreð Jónsson og sr.Hildur Eir Bolladóttir.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.