Fréttir

Fermingar

Laugardagur 31.mars og Pálmasunnudagur 1.apríl.Fermingarmessa í Akureyrarkirkju báða dagana kl.10.30.Prestar eru sr.Svavar Alfreð Jónsson og sr.Hildur Eir Bolladóttir.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.

Krossferli að fylgja þínum

Sýning Jóns Geirs Ágústssonar, Krossferli að fylgja þínum, stendur nú yfir í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.Efni þessarar sýningar er hluti af vinnu Jóns Geirs síðustu árin sem byggist á hugrenningum hans um krossaformið.

Jesús Kristur Súperstjarna

Leikfélagið Adrenalín frumsýnir söngleikinn Jesús Kristur Súperstjarna í Rýminu, þriðjudaginn 27.mars kl.20.00.Þessi sýning er samstarfsverkefni grunnskóla Akureyrar, Akureyrarkirkju og Leikfélags Akureyrar.

Sunnudagur 25. mars

Messa í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Hildur Eir Bolladóttir.Sr.Bolli Pétur Bollason prédikar.Kórfélagar úr Laufásprestakalli syngja.Organisti er Hjörtur Steinbergsson.

Æfingar fermingarbarna

Nú líður að fyrstu fermingum vorsins 2012 og þurfa fermingarbörnin að mæta á æfingu þar sem farið er yfir fyrirkomulag athafnarinnar og einnig máta þau  fermingarkyrtlana á þessari æfingu.

Sunnudagur 18. mars

Messa í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Félagar úr messuhópi aðstoða.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Sunnudagur 11. mars, lok kirkjuviku

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl.11.00.Umsjón Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson.Hátíðarmessa í Akureyrarkirkju kl.14.00.Prestar eru sr.Svavar Alfreð Jónsson og sr.

Samhygð, samtök um sorg og sorgarviðbrögð

Opið hús hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, fimmtudaginn 8.mars kl.20.00 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.(Gengið inn suðvestan megin, hjá kapellunni.) Af óviðráðanlegum orsökum fellur niður erindi um Börn og sorg.

Samvera eldri borgar

Fimmtudaginn 8.mars kl.15.00 er samvera eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði, fjallar um íslenska fugla og þjóðtrú.

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar, 4. mars

Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Umsjón sr.Hildur Eir Bolladóttir, Sunna Dóra Möller, Hjalti Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.Yngri barnakór Akureyrarkirkju syngur.