Fréttir

BINGÓ BINGÓ BINGÓ

Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju er að safna fyrir utanlandsferð næsta sumar og ætlar þess vegna að halda fjáröflunarbingó mánudaginn 3.desember kl.20.00 í Safnaðarheimilinu.

Sunnudagur 2. desember, fyrsti sunnudagur í aðventu

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Hildur Eir Bolladóttir.Konur úr Kammerkórnum Hymnodiu syngja.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl.

Jólaaðstoð - hvernig sæki ég um ?

Þú hringir í síma 867-5258 milli kl.10.00 og 12.00 á mánudegi, þriðjudegi eða miðvikudegi.Hér er um samstarfsverkefni Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins og Rauða krossins að ræða.

Foreldramorgunn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju

Foreldramorgunn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju alla miðvikudagsmorgna milli kl.10.00 og 12.00.Næstkomandi miðvikudag 28.nóvember ætlar Lovísa Björnsdóttir snyrtifræðingur á Snyrtistofunni Lind að koma í heimsókn og kynna það nýjasta í förðun.

Sunnudagur 25. nóvember

Fjölskyldumessa og sunnudagaskóli í Akureyrarkirkju kl.11.00 Umsjón hefur sr.Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson.Nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri leikar á fiðlu og víólu.

Sunnudagur 18. nóvember

Sunnudagaskóli í Akureyrarkirkju kl.11.00.Yngri barnakór Akureyrarkirkju syngur.Umsjón sr.Sunna Dóra Möller, Hjalti Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.Hátíðarmessa í Akureyrarkirkju kl.

Sunnudagur 11. nóvember, kristniboðsdagurinn

Messa í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.Tekið er við samskotum handa vinasöfnuði Akureyrarkirkju í Kenýa.

Opið hús hjá Samhygð

Opið hús hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 8.nóvember kl.20.00.Gestur fundarins er sr.Halldór Reynisson, með erindið "Áfall, -sorg- hvað byggir upp aftur?".

ATHUGIÐ !

Tónleikarnir, Harmónía með harmóníum, sem vera áttu fimmtudaginn 8.nóvember kl.20.00, falla niður vegna veikinda.

Foreldramorgunn í Akureyrarkirkju

Foreldramorgunn, miðvikudaginn 7.nóvember kl.10.00-12.00.Guðný Bergvinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, kemur í heimsókn og kennir okkur skyndihjálp barna.Notaleg stund fyrir foreldra með ungbörn sín.