Fréttir

Tónleikar

Fimmtudaginn 8.nóvember kl.20.00 verða haldnir tónleikar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, þar sem þeir Óskar Pétursson og Eyþór Ingi Jónsson flytja lög úr Íslenzku söngvasafni (Fjárlögunum) og bókaflokknum lög og ljóð, og mun sr.

Sunnudagur 4. nóvember

Messa kl.11.00.  Sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson.  Sungin verður Missa de angelis.  Félagar úr messuhópi aðstoða.  Allur Kór Akureyrarkirkju syngur, organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Opið hús fyrir eldri borgara

Opið hús fyrir eldri borgara kl.15.00.  Gestur fundarins er Jón Hjaltason, sagnfræðingur.  Bíll fer frá Kjarnalundi kl.14.15, Víðilundi kl.14.30 og Hlíð kl.14.45.  Allir velkomnir.

Samvera fyrir foreldra fermingarbarna í Eyjafirði

Samvera fyrir foreldra fermingarbarna fimmtudaginn 25.október kl.20.00.  Akureyrarkirkja í samstarfi við Eyjafjarðarprófastsdæmi býður foreldrum fermingarbarna á Eyjafjarðarsvæðinu til samveru í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.

Fjölskylduguðsþjónusta

Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju sunnudaginn 21.október kl.11.00.  Þar tekur söfnuðurinn við nýrri útgáfu Biblíunnar.  Barnakórar Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.

Regnbogamessa í Akureyrarkirkju

Regnbogamessa í Akureyrarkirkju sunnudaginn 21.október kl.20.00.  Guðfríður Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksambands Íslands flytur hugvekju og Páll Óskar Hjálmtýsson syngur.

Sunnudagur 14. október

Guðsþjónusta í kapellu kl.11.00.  Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.  Félagar úr messuhópi aðstoða við guðsþjónustuna og félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.

Fimmtudagur 11. október

Opið hús hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, kl.20.  Gestur fundarins er sr.Sólveig Halla Kristjánsdóttir, með erindið "Missir foreldris".  Allir velkomnir.

Tónleikar

Fimmtudaginn 11.október nk, ætla þeir Óskar Pétursson og Eyþór Ingi Jónsson, ásamt gestaundirleikaranum, Birni Elvari Óskarssyni, að halda tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.

Sunnudagur 7. október

Messa kl.11.00.Sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson.Félagar úr messuhópi aðstoða við messuna.Allur Kór Akureyrarkirkju syngur.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.Boðið verður upp á súpu og brauð gegn vægu verði í Safnaðarheimilinu eftir messuna.