Fréttir

Sunnudagur 30. september

Guðsþjónusta kl.11.00.Björn Þorláksson, rithöfundur og fréttamaður, flytur hugvekju um ellina.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Sunnudagur 23. september

Messa kl.11.  Messuheimsókn frá Ólafsvík, sr.Magnús Magnússon sóknarprestur í Ólafsvík þjónar ásamt sr.Svavari A.Jónssyni og sr.Óskari H.Óskarssyni.  Kirkjukór Ólafsvíkur syngur ásamt félögum úr Kór Akureyrarkirkju, organistar kirknanna Eyþór Ingi og Lena annast kórstjórn og orgelleik.

Sunnudagur 16. september, upphaf vetrarstarfs.

Fjölskyldurguðsþjónusta kl.11.00.  Börn fá afhenta kirkjubók fyrir sunnudagaskólann.  Opið hús í Safnaðarheimilinu þar sem kynntir verða helstu starfsþættir vetrarins, boðið verður upp á léttar veitingar, allir velkomnir.

Opið hús hjá Samhygð

Samhygð, samtök um sorg og sorgarviðbrögð verða með opið hús í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 13.september kl.20.00.  Gestur fundarins er sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson, með erindið "Máttu ekki vera að því að bíða stundarkorn?" Óttinn, trúin og efinn andspænis dauðanum.

Barna- og unglingastarf

Frábært tækifæri til að starfa með börnum og unglingum! Akureyrarkirkja óskar nú eftir að ráða starfsfólk 20 ára og eldra í barna- og unglingastarf.Um er að ræða sunnudagaskóla, starf með 6-9 ára, 10-12 ára og með unglingum 13-16 ára.

Tónleikar

Jón Þorsteinsson tenórsöngvari hefur sent frá sér hljómdiskinn "Ó, Jesú, að mér snú" sem hefur að geyma 23 sálma og trúarljóð úr sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar.

Barnakórar

Fimmtudaginn 6.september hefst vetrarstarf Barnakóra Akureyrarkirkju, börn sem eru í 2.- 4.bekk mæta kl.15.00 og börn sem eru í 5.- 7.bekk mæta kl.16.00.  Allir velkomnir.

Kórar Akureyrarkirkju

Skráning nýrra félaga í kóra Akureyrarkirkju er hafin. Í yngri barnakór eru stelpur og strákar úr 2.-4.bekk, en í eldir barnakór eru stelpur og strákar úr 5.-7.bekk.  Barnakórarnir taka virkan þátt í helgishaldi kirkjunnar auk þess sem þeir koma fram við ýmis tækifæri utan kirkjunnar.

Sunnudagur 2. september

Kvöldmessa kl.20.  Sr.Svavar A.Jónsson.  Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.  Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Kirkjur Íslands

Miðvikudaginn 29.ágúst kl.20.00 verður opnuð sýningin Kirkjur Íslands í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, tilefnið er útkoma binda 9 og 10 í ritröðinni Kirkjur Íslands.