Fréttir

Christian Schmitt í Akureyrarkirkju

Laugardaginn 13.desember nk.heldur þýski organistinn Christian Schmitt tónleika í Akureyrarkirkju.Tónleikarnir hefjast kl.17.00.Schmitt hefur leikið með öllum helstu sinfóníuhljómsveitum Evrópu og er nú um stundir sérstakur orgelráðgjafi Fílharmóníusveitar Berlínar.

Opið hús hjá Samhygð

Opið hús hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, í fundarsal Safnaðarheimilis Akureyrarkirkju fimmtudaginn 11.desember kl.20.00. Kristín S.Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur verður með erindið „Að kvíða jólunum“.

ATHUGIÐ !

Barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar fellur niður í dag 10.desember.

BINGÓ - BINGÓ - BINGÓ

Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju - ÆFAK og Stúlknakór Akureyrarkirkju standa fyrir bingói mánudaginn 8.desember kl.18.00.Spjaldið er á kr.500 og kr.300 eftir hlé.Einnig verða pylsur til sölu og gos í hléi.

Syngjum jólin inn

Hinir árlegu jólatónleikar Kórs Akureyrarkirkju, Syngjum jólin inn, verða haldnir sunnudaginn 7.desember n.k.kl.17.00 og 20.00.Á tónleikunum syngur kórinn jólalög af nýútkomnum geisladiski.

Sunnudagur 7. desember, annar sunnudagur í aðventu

Helgistund í Akureyrarkirkju kl.11.00.Stundin er tileinkuð átaki gegn kynbundnu einelti.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl.11.00.Umsjón sr.

Samvera eldri borgara

Samvera eldri borgara verður í Safnaðarheimilinu fimmtudaginn 4.desember kl.15.00. Óskar Pétursson syngur.Yngri barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur.

Sunnudagur 30. nóvember, fyrsti sunnudagur í aðventu

Aðventuhátíð barnanna í Akureyrarkirkju kl.11.00.Fjölskyldustund í kirkjunni við upphaf aðventu.Kveikt verður á fyrsta kertinu á aðventukransinum.Yngri barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur.

Jólaaðstoð 2014

Jólaaðstoð - hvernig sæki ég um ? Þú hringir í síma 570 4090 milli kl.10.00 og 12.00 alla virka daga frá 27.nóvember til 5.desember.Eins og fyrir síðustu jól er sótt um á einum stað hjá jólaaðstoðinni og samstarfsaðilarnir semeinst um að styðja þig með þátttöku fyrirtækja og einstaklinga á Eyjafjarðarsvæðinu.

Sunnudagur 23. nóvember

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl.