Fréttir

Jólasöngvar Kór Akureyrarkirkju

Kór Akureyrarkirkju flytur að venju sína jólasöngva á þriðja sunnudag í aðventu, 15.desember nk.Efnisskráin verður flutt tvisvar, kl.17.00 & 20.00.Að venju er efnisskráin aðgengileg og hátíðleg.

Jólatónleikar í Akureyrarkirkju kl. 20.00

Hátíðlegir og fallegir jólatónleikar í Akureyrarkirkju á miðri aðventunni.Flutt verða jólalög eftir akureyrska tónskáldið Birgi Helgason, auk fjölda annarra innlendra og erlendara jólalaga.

Akureyrarkirkja í desember 2013

Dagskrá Akureyrarkirkju á aðventu og um jól og áramót má finna með því að smellahér.

2. sunnudagur í aðventu, 8. desember

Messa í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Sunna Dóra Möller.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl.

Styrktartónleikar Líknarsjóðsins Ljósberans í Akureyrarkirkju

Sunnudaginn 8.desember kl.20.00 verða hinir árlegu styrktartónleikar Líknarsjóðsins Ljósberans í Akureyrarkirkju.Á tónleikunum koma fram þau Björg Þórhallsdóttir, Ragnheiður Gröndal, Kristjana Arngrímsdóttir, Ívar Helgason og félagar úr Kór Akureyrarkirkju.

Samvera eldri borgara

Samvera eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 5.desember kl.15.00.Tískusýning frá Christu.Óskar Pétursson kemur og syngur.Kvenfélag Akureyrarkirkju sér um kaffiveitingar, verð kr.

1. sunnudagur í aðventu, 1. desember

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl.

Sunnudagur 24. nóvember

Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Umsjón sr.Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson.Barnakórar kirkjunnar syngja, stjórnandi er Vigdís Garðarsdóttir.Tekið verður við samskotum til söfnunar á Línuhraðli á Landspítalann.

Minningargjöf til Akureyrarkirkju

Akureyrarkirkju var á dögunum afhent þessi fallega gjöf en hjónin Margrét Kristinsdóttir og Gunnar Sólnes gáfu bútasaumsveggteppi sem Margrét saumar til minningar um langömmubarn sitt Margrétar Tinnu Guðmannsdóttur Petersen sem lést langt fyrir aldur fram aðeins 21 árs gömul.

Jólaaðstoð 2013

Jólaaðstoð 2013 - hvernig sæki ég um ? Þú hringir í síma 537-9050 milli kl.11.00 og 13.00 á mánudegi, þriðjudegi eða miðvikudegi.Eins og fyrir síðustu jól er sótt um á einum stað hjá jólaaðstoðinni og samstarfsaðilarnir sameinast um að styðja þig með þátttöku fyrirtækja og einstaklinga á Eyjafjarðarsvæðinu.