Fréttir

Fermingarbörn vorsins 2015

Næstkomandi sunnudag 11.maí boðum við fermingarbörn vorsins 2015 (árg.2001) og foreldra/forráðamenn þeirra til fundar í Akureyrarkirkju strax að guðsþjónustu lokinni. Farið verður yfir fyrirkomulag fermingarfræðslunnar veturinn 2014-2015, ferð í fermingarskólann að Vestmannsvatni, fermingardagarnir tilkynntir og tekið við skráningu (skráningarblöð verða á staðnum).

Sunnudagur 4. maí

Messa í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Hildur Eir Bolladóttir.Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Kirkjukór Lágafellssóknar heimsækir Akureyrarkirkju

Kirkjukór Lágafellssóknar flytur Laxnessdagskrá í tali og tónum í Akureyrarkirkju laugardaginn 3.maí kl 16.00. Kórinn hefur þegar flutt dagskrána tvisvar í Mosfellsbænum við afar góðar undirtektir.

Vorferð eldri borgara fimmtudaginn 1. maí

Vorferð eldri borgara við Akureyrarkirkju verður fimmtudaginn 1.maí.  Farið verður í Svarfaðardal.Ekið um dalinn, Fuglasafnið á Húsabakka heimsótt og þar verður einnig drukkið kaffi.

Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar

Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar verður haldinn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju mánudaginn 28.apríl kl.19:30.  Dagskrá fundarins: 1.Gerð grein fyrir starfsemi og rekstrisóknarinnar á liðnu starfsári.

Sunnudagur 27. apríl

Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00, lokahátíð barnastarfsins.Umsjón sr.Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson.Barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sigríðar Huldu Arnardóttur.

Sumardagurinn fyrsti, 24. apríl

Skátamessa í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Ólöf Jónasdóttir félagsforingi Skátafélagsins Klakks flytur hugleiðingu.

Nýtt Safnaðarblað Akureyrarkirkju

Nýtt Safnaðarblað Akureyrarkirkju kom út þann 9.apríl síðastliðinn.Smelltu hér til að sjá það.

Akureyrarkirkju um páska

Skírdagur Kyrrðar- og fyrirbænastund í Akureyrarkirkju kl.12.00.Föstudagurinn langi Kyrrðarstund við krossinn í Akureyrarkirkju kl.21.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.

Akureyrarkirkja 11.-13. apríl

Föstudagur 11.apríl Æfing fermingarbarna í kapellu kl.15.00 (þau sem fermast 12.apríl).Æfing fermingarbarna í kapellu kl.16.00 (þau sem fermast 13.apríl).Laugardagur 12.apríl Fermingarmessa í Akureyrarkirkju kl.