06.05.2014
Næstkomandi sunnudag 11.maí boðum við fermingarbörn vorsins 2015 (árg.2001) og foreldra/forráðamenn þeirra
til fundar í Akureyrarkirkju strax að guðsþjónustu lokinni. Farið verður yfir fyrirkomulag fermingarfræðslunnar veturinn 2014-2015, ferð í fermingarskólann að Vestmannsvatni, fermingardagarnir tilkynntir og
tekið við skráningu (skráningarblöð verða á staðnum).
02.05.2014
Messa í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Hildur Eir Bolladóttir.Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur.Organisti er Sigrún Magna
Þórsteinsdóttir.
02.05.2014
Kirkjukór Lágafellssóknar flytur Laxnessdagskrá
í tali og tónum í Akureyrarkirkju laugardaginn
3.maí kl 16.00. Kórinn hefur þegar flutt dagskrána tvisvar í Mosfellsbænum við afar góðar
undirtektir.
28.04.2014
Vorferð eldri borgara við Akureyrarkirkju verður fimmtudaginn 1.maí. Farið verður í Svarfaðardal.Ekið um dalinn, Fuglasafnið
á Húsabakka heimsótt og þar verður einnig drukkið kaffi.
25.04.2014
Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar verður haldinn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju mánudaginn 28.apríl kl.19:30.
Dagskrá fundarins:
1.Gerð grein fyrir starfsemi og rekstrisóknarinnar á liðnu starfsári.
23.04.2014
Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00,
lokahátíð barnastarfsins.Umsjón sr.Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson.Barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sigríðar Huldu Arnardóttur.
23.04.2014
Skátamessa í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Ólöf Jónasdóttir félagsforingi Skátafélagsins Klakks flytur hugleiðingu.
15.04.2014
Nýtt Safnaðarblað Akureyrarkirkju kom út þann 9.apríl síðastliðinn.Smelltu hér til að sjá það.
14.04.2014
Skírdagur Kyrrðar- og fyrirbænastund í Akureyrarkirkju kl.12.00.Föstudagurinn langi
Kyrrðarstund við krossinn í Akureyrarkirkju kl.21.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.
10.04.2014
Föstudagur 11.apríl
Æfing fermingarbarna í kapellu kl.15.00 (þau sem fermast 12.apríl).Æfing fermingarbarna í kapellu kl.16.00 (þau sem fermast 13.apríl).Laugardagur 12.apríl
Fermingarmessa í Akureyrarkirkju kl.